Vaknar með fulla vasa af hugmyndum 25. apríl 2005 00:01 Daníel Freyr Atlason er 28 ára hugmyndasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni. Það liggur í hlutarins eðli að hann smíðar hugmyndir í auglýsingar en það getur bæði verið erfitt og gríðarlega skemmtilegt. "Hugmyndasmiður er sá sem er oftast ábyrgur fyrir hugmyndum sem verða að auglýsingum. Ég sem hugmyndasmiður þarf að kynna mér viðfangsefnið og viðskiptavininn mjög vel og koma síðan með skemmtilega hugmynd sem ég kynni viðskiptavininum. Oftast ræður viðskiptavinurinn í hvaða miðlum auglýsingin birtist en ég kynni líka fyrir honum skemmtilega miðla sem hægt er að nýta sér og sem vekja athygli almennings," segir Daníel. "Þegar auglýsingin er gerð byrjar ferlið á því að viðskiptavinur talar sig saman með markaðsráðgjafa í sínu fyrirtæki. Markaðsráðgjafi talar síðan við "creative director" hjá auglýsingastofunni sem er eins konar hönnunar- eða hugmyndastjóri. Ég sest síðan niður með hönnuði og yfirmanni mínum og við ákveðum hvaða leið sé sniðugast að fara og "brainstormum" aðeins eins og það er kallað. Því næst kynnum við grófar hugmyndir og nokkrar leiðir fyrir viðskiptavininum og sýnum honum skissur að auglýsingum. Viðskiptavinurinn segir okkur síðan hvaða leið honum líkar best og þá tekur framleiðslustigið á auglýsingunni við," segir Daníel en hann lumar á ýmsum aðferðum við að fá góðar og frumlegar hugmyndir. "Þegar ég fæ verkefni þá sit ég fyrir framan tölvuna, les tímarit eða horfi út í loftið og reyni að fá sniðuga hugmynd. Ég geng líka með bók í vasanum og skrifa oft hjá mér eitthvað sem ég sé. Ég á því lager af hugmyndum sem hægt er að tvinna saman við eitthvað annað." Stundum þarf Daníel aðeins að ýta við ímyndunaraflinu. "Stundum fæ ég mér í glas og daginn eftir vakna ég með fulla vasa af servíettum með skissum og hugmyndum sem ég skil ekkert í," segir Daníel og hlær en nokkrar auglýsingar hans hafa orðið til þannig. "Mér finnst ekkert af því ef ég er alveg strand að fara á barinn eftir vinnu og fá mér einn eða tvo bjóra. Það losar um eitthvað og þá flæða hugmyndirnar yfir mig." "Stundum eru kröfur viðskiptavinarins mjög skrýtnar og það er líklegast það sem er erfiðast við starfið. Ég er líka alltaf í vinnunni. Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin þá hugsa ég um einhverjar hugmyndir að auglýsingu eða hugsa um leiðir til að klippa auglýsingu sem ég er nýbúinn að taka," segir Daníel sem á hugmyndina í auglýsingum eins og 1 sími hjá OgVodafone þar sem stúlka sést ferðast með síma um fjölbýlishús og rífa símasnúruna með sér, Gulla frænka hjá OgVodafone og fótboltaauglýsingin fyrir Landsbankann en þess má geta að Daníel fékk þrjár tilnefningar fyrir auglýsingar sínar á ÍMARK hátíðinni í ár. En hvað lærir maður eiginlega til að verða hugmyndasmiður? "Ég hef eiginlega ekki hugmynd. Ég er menntaður auglýsingafræðingur frá London College of Communication sem er mjög virtur skóli. Þar lærði ég hugmyndafræðina á bak við auglýsingagerð en ekki grafísku hliðina þar sem ég er frekar lélegur á tölvur. Ég lærði meðal annars um kaupendahegðun, aðferðarfræði og höfundarétt. Þar lærði ég ágætis grunn en ég held að það sé ekki hægt að læra að verða hugmyndarsmiður. Þetta snýst mikið um sjálfstraust og maður verður að þora að segja það sem manni finnst. Síðan verð ég alltaf að vera á tánum og fylgjast með nýjustu trendunum," segir Daníel sem dreymir um að komast að hjá stórri auglýsingastofu í London, Amsterdam eða jafnvel New York á næstu árum. Atvinna Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Daníel Freyr Atlason er 28 ára hugmyndasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni. Það liggur í hlutarins eðli að hann smíðar hugmyndir í auglýsingar en það getur bæði verið erfitt og gríðarlega skemmtilegt. "Hugmyndasmiður er sá sem er oftast ábyrgur fyrir hugmyndum sem verða að auglýsingum. Ég sem hugmyndasmiður þarf að kynna mér viðfangsefnið og viðskiptavininn mjög vel og koma síðan með skemmtilega hugmynd sem ég kynni viðskiptavininum. Oftast ræður viðskiptavinurinn í hvaða miðlum auglýsingin birtist en ég kynni líka fyrir honum skemmtilega miðla sem hægt er að nýta sér og sem vekja athygli almennings," segir Daníel. "Þegar auglýsingin er gerð byrjar ferlið á því að viðskiptavinur talar sig saman með markaðsráðgjafa í sínu fyrirtæki. Markaðsráðgjafi talar síðan við "creative director" hjá auglýsingastofunni sem er eins konar hönnunar- eða hugmyndastjóri. Ég sest síðan niður með hönnuði og yfirmanni mínum og við ákveðum hvaða leið sé sniðugast að fara og "brainstormum" aðeins eins og það er kallað. Því næst kynnum við grófar hugmyndir og nokkrar leiðir fyrir viðskiptavininum og sýnum honum skissur að auglýsingum. Viðskiptavinurinn segir okkur síðan hvaða leið honum líkar best og þá tekur framleiðslustigið á auglýsingunni við," segir Daníel en hann lumar á ýmsum aðferðum við að fá góðar og frumlegar hugmyndir. "Þegar ég fæ verkefni þá sit ég fyrir framan tölvuna, les tímarit eða horfi út í loftið og reyni að fá sniðuga hugmynd. Ég geng líka með bók í vasanum og skrifa oft hjá mér eitthvað sem ég sé. Ég á því lager af hugmyndum sem hægt er að tvinna saman við eitthvað annað." Stundum þarf Daníel aðeins að ýta við ímyndunaraflinu. "Stundum fæ ég mér í glas og daginn eftir vakna ég með fulla vasa af servíettum með skissum og hugmyndum sem ég skil ekkert í," segir Daníel og hlær en nokkrar auglýsingar hans hafa orðið til þannig. "Mér finnst ekkert af því ef ég er alveg strand að fara á barinn eftir vinnu og fá mér einn eða tvo bjóra. Það losar um eitthvað og þá flæða hugmyndirnar yfir mig." "Stundum eru kröfur viðskiptavinarins mjög skrýtnar og það er líklegast það sem er erfiðast við starfið. Ég er líka alltaf í vinnunni. Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin þá hugsa ég um einhverjar hugmyndir að auglýsingu eða hugsa um leiðir til að klippa auglýsingu sem ég er nýbúinn að taka," segir Daníel sem á hugmyndina í auglýsingum eins og 1 sími hjá OgVodafone þar sem stúlka sést ferðast með síma um fjölbýlishús og rífa símasnúruna með sér, Gulla frænka hjá OgVodafone og fótboltaauglýsingin fyrir Landsbankann en þess má geta að Daníel fékk þrjár tilnefningar fyrir auglýsingar sínar á ÍMARK hátíðinni í ár. En hvað lærir maður eiginlega til að verða hugmyndasmiður? "Ég hef eiginlega ekki hugmynd. Ég er menntaður auglýsingafræðingur frá London College of Communication sem er mjög virtur skóli. Þar lærði ég hugmyndafræðina á bak við auglýsingagerð en ekki grafísku hliðina þar sem ég er frekar lélegur á tölvur. Ég lærði meðal annars um kaupendahegðun, aðferðarfræði og höfundarétt. Þar lærði ég ágætis grunn en ég held að það sé ekki hægt að læra að verða hugmyndarsmiður. Þetta snýst mikið um sjálfstraust og maður verður að þora að segja það sem manni finnst. Síðan verð ég alltaf að vera á tánum og fylgjast með nýjustu trendunum," segir Daníel sem dreymir um að komast að hjá stórri auglýsingastofu í London, Amsterdam eða jafnvel New York á næstu árum.
Atvinna Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira