36 rán að meðaltali á ári 20. júní 2005 00:01 Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira