Bikarúrslitin í dag 23. september 2005 00:01 Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli." Íslenski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli."
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira