Eyddu fingraförum Morgunblaðsins 23. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira