Erlent

Fékk ekki aðgang að fundargerðum

Þetta staðfesti Eiríkur á fundi utanríkismálanefndar í gær. "Þetta veikir stórkostlega álit Eiríks og sérstaklega þann þátt sem fjallar um samráðsskylduna við utanríkismálanefnd. Hann byggði eingöngu á upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, gögnum sem öðrum er ekki einu sinni hleypt í," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hart var tekist á um kröfu stjórnarandstöðunnar að aflétta ætti trúnaði af fundargerðum nefndarinnar þar sem fjallað var um Íraksmálið. Meirihlutinn hafnaði því. "Ég lýsti mig hins vegar óbundinn af því hvað mín eigin ummæli varðar. Utanríkismálanefnd hefur ekki vald til þess að meina mér að láta mína afstöðu koma fram. Nú liggur það fyrir að utanríkisráðherra var búinn að segja það sama og Rannveig Guðmundsdóttir hefur sömuleiðis lýst þessu yfir," segir Steingrímur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×