Innlent

Síminn seldur þremur fjárfestum

Síminn verður seldur í einu lagi en að lágmarki til þriggja fjárfesta. Um þetta hafa formenn stjórnarflokkanna náð samkomulagi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Segir þar að samkomulagið feli það í sér að hver hópur tilboðsgjafa verði að vera samansettur af þremur viðskiptahópum eða einstaklingum og má enginn þeirra eiga meira en 40-45 prósenta hlut. Búist hafði verið við að fyrirkomulag sölunnar yrði tilkynnt fyrir páska en það náðist ekki í þessarri viku. Nú er búist við að samkomulag byggt á störfum einkavæðinganefndar verði kynnt í ríkisstjórn strax eftir helgi. Talað hefur verið um það á markaði að lagt hafi verið upp með það frá upphafi að Síminn yrði seldur breiðum hópi fjárfesta báðum stjórnarflokkunum hugnanlegum. Áhugasamir fjárfestar bíða óþreyjufullir eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×