Sigurður Líndal ósáttur 28. júlí 2005 00:01 Sigurður Líndal formaður sérskipaðrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 hefur sent frá sér tilkynningu til allra annarra fjölmiðla en Stöðvar 2 í dag þar sem kemur fram að sérstökum blaðamannafundi sem átti að halda á morgun hafi verið aflýst vegna trúnaðarleka til Stöðvar 2 sem fjallaði um skýrsluna í kvöldfréttum í gær. Þá heldur formaðurinn því fram að fréttir Stöðvarinnar hafi ekki verið réttar. Eftir að hafa borið fréttina saman aftur í dag við helstu niðurstöður skýrslunnar er vandséð hvað formaðurinn á við enda sér hann ekki tilefni í tilkynningunni til að draga fram það sem ætti að vera rangt í fréttinni. Sagt var frá því í fréttinnni að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefði Flugmálastjórin ekki átt að gefa skráningar né lofthæfisskírteini fyrir vélina, ef rétt hefði verið staðið að málum. Í skýrslunni sjálfri er það sagt vera vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna. Sagt er frá því að skýrsluhöfundar telji að það að hreyfillinn hafi verið sendur úr landi, hefði ekki haft áhrif á niðurstöður, en sú ályktun er dregin að því að skýrsluhöfundar telja útilokað að hreyfillinn hafi brætt úr sér eða stöðvast vegna ofhitnunar. Friðrik Þór Guðmundsson var ekki heimildamaður Stöðvar 2 í fréttinni sem Stöð Tvö flutti í gær. Því er ranglega haldið fram af formanni nefndarinnar í tilkynningu til allra fjölmiðla nema Stöðvar 2 sem var send í dag ásamt skýrslunni. Ljóst er að fleiri höfðu skýrsluna til umsagnar en aðstandendur þeirra sem fórust og því er vandséð afhverju formaður nefndarinnar hrapar að þeirri niðurstöðu að ókönnuðu máli að þeir hafi lekið efni skýrslunnar. Að öðru leyti er Fréttastofa Stöðvar tvö trú þeirri meginreglu blaða og fréttamanna að standa vörð um heimildarmenn sína. Stöð 2 er trú þeirri meginreglu að standa vörð um heimildamenn sína. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigurður Líndal formaður sérskipaðrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 hefur sent frá sér tilkynningu til allra annarra fjölmiðla en Stöðvar 2 í dag þar sem kemur fram að sérstökum blaðamannafundi sem átti að halda á morgun hafi verið aflýst vegna trúnaðarleka til Stöðvar 2 sem fjallaði um skýrsluna í kvöldfréttum í gær. Þá heldur formaðurinn því fram að fréttir Stöðvarinnar hafi ekki verið réttar. Eftir að hafa borið fréttina saman aftur í dag við helstu niðurstöður skýrslunnar er vandséð hvað formaðurinn á við enda sér hann ekki tilefni í tilkynningunni til að draga fram það sem ætti að vera rangt í fréttinni. Sagt var frá því í fréttinnni að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefði Flugmálastjórin ekki átt að gefa skráningar né lofthæfisskírteini fyrir vélina, ef rétt hefði verið staðið að málum. Í skýrslunni sjálfri er það sagt vera vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna. Sagt er frá því að skýrsluhöfundar telji að það að hreyfillinn hafi verið sendur úr landi, hefði ekki haft áhrif á niðurstöður, en sú ályktun er dregin að því að skýrsluhöfundar telja útilokað að hreyfillinn hafi brætt úr sér eða stöðvast vegna ofhitnunar. Friðrik Þór Guðmundsson var ekki heimildamaður Stöðvar 2 í fréttinni sem Stöð Tvö flutti í gær. Því er ranglega haldið fram af formanni nefndarinnar í tilkynningu til allra fjölmiðla nema Stöðvar 2 sem var send í dag ásamt skýrslunni. Ljóst er að fleiri höfðu skýrsluna til umsagnar en aðstandendur þeirra sem fórust og því er vandséð afhverju formaður nefndarinnar hrapar að þeirri niðurstöðu að ókönnuðu máli að þeir hafi lekið efni skýrslunnar. Að öðru leyti er Fréttastofa Stöðvar tvö trú þeirri meginreglu blaða og fréttamanna að standa vörð um heimildarmenn sína. Stöð 2 er trú þeirri meginreglu að standa vörð um heimildamenn sína.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira