Viðskipti erlent

Tíu ár frá upphafi netbólunnar

Tíu ár eru liðin frá hlutafjárútboði Netscape en það er talið marka upphaf netbólunnar miklu sem sprakk með látum árið 2000. Fram að útboði Netscape höfðu félög sem sóttust eftir skráningu á markað þurft að sýna mikla tekjuaukningu í þrjá ársfjórðunga og aukinn hagnað eða hagnaðarmöguleika áður en hlutafjárútboð fór fram. Þetta breyttist hins vegar allt með útboði Netscape. Félagið hafði að vísu tvöfaldað tekjur sínar síðustu tvo ársfjórðungana fyrir útboðið en engu að síður aldrei skilað hagnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×