Spriklandi grænmeti 12. ágúst 2005 00:01 Á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum og í fimm ár hafa fastagestir lagt leið sína þangað um hverja helgi. Jón Jóhannsson er einn aðstandenda markaðarins og hann segir að mest sé selt af grænmeti, en einnig eru í boði silungur úr Þingvallavatni, pestósósur úr eldhúsi Diddúar, alvöru frönsk paté og fleira og fleira. „Við erum með fastagesti sem koma á hverjum laugardegi. Það er samt svo mikið að gerast alls staðar úti á landi að við þurfum að vera sýnileg. Við reynum til dæmis að hnika aðeins til opnunartímunum ef eitthvað sérstakt er að gerast,“ segir Jón. Þegar hann er spurður eftir hverju fólk sem kemur á markaðinn sé að slægjast stendur þó ekki á svari. „Fólkið sækist eftir spriklandi grænmeti.“ Á morgun verður sérstök uppákoma þegar árleg sultukeppni grænmetismarkaðsins verður haldin. „Fólk bara mætir með sultukrukkurnar sínar á staðinn og upp úr klukkan tvö fer dómnefndin af stað,“ segir Jón. „Menn hafa verið með alls konar experímentasjónir þarna, bæði súrar og sætar, og ég veit ekki hvað það allt heitir,“ bætir hann við og viðurkennir að stundum hafi dómnefndinn þurft að teygja ímyndunaraflið aðeins til að viðurkenna það sem leyndist í krukkunum sem sultu. Grænmetismarkaðurinn er haldinn í Mosskógum í Mosfellsdal og er opinn á hverjum laugardegi frá hádegi og fram eftir degi. Matur Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum og í fimm ár hafa fastagestir lagt leið sína þangað um hverja helgi. Jón Jóhannsson er einn aðstandenda markaðarins og hann segir að mest sé selt af grænmeti, en einnig eru í boði silungur úr Þingvallavatni, pestósósur úr eldhúsi Diddúar, alvöru frönsk paté og fleira og fleira. „Við erum með fastagesti sem koma á hverjum laugardegi. Það er samt svo mikið að gerast alls staðar úti á landi að við þurfum að vera sýnileg. Við reynum til dæmis að hnika aðeins til opnunartímunum ef eitthvað sérstakt er að gerast,“ segir Jón. Þegar hann er spurður eftir hverju fólk sem kemur á markaðinn sé að slægjast stendur þó ekki á svari. „Fólkið sækist eftir spriklandi grænmeti.“ Á morgun verður sérstök uppákoma þegar árleg sultukeppni grænmetismarkaðsins verður haldin. „Fólk bara mætir með sultukrukkurnar sínar á staðinn og upp úr klukkan tvö fer dómnefndin af stað,“ segir Jón. „Menn hafa verið með alls konar experímentasjónir þarna, bæði súrar og sætar, og ég veit ekki hvað það allt heitir,“ bætir hann við og viðurkennir að stundum hafi dómnefndinn þurft að teygja ímyndunaraflið aðeins til að viðurkenna það sem leyndist í krukkunum sem sultu. Grænmetismarkaðurinn er haldinn í Mosskógum í Mosfellsdal og er opinn á hverjum laugardegi frá hádegi og fram eftir degi.
Matur Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira