Innlent

Gengi á bréfum í DeCode hefur hækkað um 44%

Mynd/Vísir

Gengi á bréfum í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað mikið undanfarna mánuði og um heil 44%, ef farið er 12 mánuði aftur í tíman, samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Gengið er nú 9,35 dollarar á hlut, sem er þrátt fyrir hækkunina, um það bil helmingi lægra en þegar félagið var skráð á Nastaq markaðinn fyrir fimm árum, og skömmu áður en það gerðist fór það yfir 60 dollara á hlut á gráa markaðnum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×