Bretar ósammála um næstu skref 8. júlí 2005 00:01 Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira