Hættulegt birgðahald í heimahúsum 8. júlí 2005 00:01 "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira