Óli í GeimTíVí dæmir God Of War 8. júlí 2005 00:01 Óli í GeimTíví þáttunum er gestadómari að þessu sinni og dæmir hann hinn magnaða God Of War fyrir Playstation 2. Í upphafi leiksins God of War stendur aðalsöguhetjan, Kratos, á bjargbrún og sér enga aðra leið útúr kvölum sínum en að láta sig flakka niður. Ástæðan er sú að Kratos hefur selt stríðsguðinum sál sína og hefur liðið vítiskvalir fyrir. En á síðustu stundu birtast bjargvættir í formi grísku guðanna og bjóðast til að leggja sitt að mörkum svo Kratos geti endurheimt sál sína og sigrast á stríðsguðinum. Á þessa leið er söguþráður God of War, en leikurinn er eitt af þrekvirkjum tölvuleikjanna. Leikurinn er gerður af Sony Computer í Bandaríkjunum og tók það stórt lið manna, meira en 3 ár að henda leiknum saman. God of War er þriðju persónu hasarleikur með ævintýra ívafi,sem skartar grísku goðafræðinni sem margir kannast við. Heimurinn sem skapaður hefur verið í leiknum er einhver sá flottasti sem sést hefur í slíkum leikjum og ljóst að PlayStation 2 vélin er hér keyrð til hins ítrasta. Þrátt fyrir þetta mikla yfirgrip heimsins, eru í leiknum nánast engir “loading” tímar sem að er ótrúlegt miðað við þá grafík og smáatriði sem eru að finna á hverju borði. Spilun leiksins byggist upp fyrst og fremst á bardögum við skrímsli af ýmsum stærðum og gerðum, og er óhætt að segja að mörg kvikindi leiksins séu þau stærstu sem sést hafa. Bardagakerfi leiksins er mjög fullkomið og geta leikmenn barist með hinum ýmsu vopnum eða nýtt krafta (4 mismunandi samtals) sem guðirnir grísku hafa látið manni í té. Þegar óvinir eru drepnir, draga leikmenn úr þeim sálina, og þær geta leikmenn síðan notað til að uppfæra vopnin og kraftana í leiknum. Suma óvini þarf síðan að drepa með því að gera ákveðnar hreyfingar með analog pinnanum, og er það mjög frumleg og skemmtileg leið til að krydda bardagana. Leikurinn er mjög brútal í spilun og er God of War einhver ofbeldisfyllsti og blóðugasti leikur sem ég hef á ævinni spilað og veigrar Kratos sér ekki við að rífa óvini sína í tvennt, höggva þá í herðar niður eða sveifla þeim uppí loft og ganga þar frá þeim. Og skal engan undra að leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára. Í bland við bardagana í leiknum þurfa leikmenn svo að glíma við hinar ýmsu þrautir sem ganga útá að púsla saman hlutum, finna ákveðna rofa og nýta umhverfið til að opna nýjar leiðir. En að mínu mati hafa framleiðendur leiksins náð fullkomnu jafnvægi í spilun leiksins og leiðist manni aldrei meðan á spilun hans stendur. Það tekur ca. 15-20 tíma að klára leikinn, en þegar menn klára, þá opnast fyrir fjölda myndbanda sem fjalla um gerð leiksins og fleira spennandi, og einnig opnast fyrir svokallað “God Mode”, en þar er hægt að spila leikinn aftur á erfiðari styrkleika. Ef menn klára svo leikinn í “God Mode” fá þeir enn fleiri myndbönd og aukaefni, og er ljóst að God of War er sá leikur sem inniheldur hvað mest aukaefni allra leikja. Söguþráður leiksins er svo keyrður áfram af myndskeiðum sem að eru gerð með sérstökum grafíkstíl, og eru þetta flottustu myndskeið sem sést hafa í slíkum leikjum og gefa þau söguþræði leiksins, sem að er vel skrifaður, byr undir báða vængi. Annað sem er mikilvægt að komi fram er að þegar leikmenn deyja í leiknum þá birtast þeir aftur á svokölluðum “checkpoints”, og það er gaman að segja frá því að í leiknum eru mörg “checkpoint” og vel staðsett, þannig að maður pirrast sjaldnast á því að deyja í leiknum, þar sem maður byrjar yfirleitt aftur mjög nálægt. En þar fyrir utan er hægt að vista stöðuna í leiknum á sérstökum “save” punktum. Ég held að það sé óþarfi að eyða fleiri orðum í leikinn God of War, því að allir alvöru aðdáendur tölvuleikja verða hreinlega að upplifa þessa snilld sem að er gerð af þvílíkri vandvirkni að engu lagi er líkt. Hvort sem að það er tónlist, grafík, söguþráður eða spilun, þá fær God of War alls staðar topp einkun. Og það er hreinlega SYND að láta þetta listaverk framhjá sér fara... Fullkomlega 10 af 10 mögulegum. Franz Gestadómarar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Óli í GeimTíví þáttunum er gestadómari að þessu sinni og dæmir hann hinn magnaða God Of War fyrir Playstation 2. Í upphafi leiksins God of War stendur aðalsöguhetjan, Kratos, á bjargbrún og sér enga aðra leið útúr kvölum sínum en að láta sig flakka niður. Ástæðan er sú að Kratos hefur selt stríðsguðinum sál sína og hefur liðið vítiskvalir fyrir. En á síðustu stundu birtast bjargvættir í formi grísku guðanna og bjóðast til að leggja sitt að mörkum svo Kratos geti endurheimt sál sína og sigrast á stríðsguðinum. Á þessa leið er söguþráður God of War, en leikurinn er eitt af þrekvirkjum tölvuleikjanna. Leikurinn er gerður af Sony Computer í Bandaríkjunum og tók það stórt lið manna, meira en 3 ár að henda leiknum saman. God of War er þriðju persónu hasarleikur með ævintýra ívafi,sem skartar grísku goðafræðinni sem margir kannast við. Heimurinn sem skapaður hefur verið í leiknum er einhver sá flottasti sem sést hefur í slíkum leikjum og ljóst að PlayStation 2 vélin er hér keyrð til hins ítrasta. Þrátt fyrir þetta mikla yfirgrip heimsins, eru í leiknum nánast engir “loading” tímar sem að er ótrúlegt miðað við þá grafík og smáatriði sem eru að finna á hverju borði. Spilun leiksins byggist upp fyrst og fremst á bardögum við skrímsli af ýmsum stærðum og gerðum, og er óhætt að segja að mörg kvikindi leiksins séu þau stærstu sem sést hafa. Bardagakerfi leiksins er mjög fullkomið og geta leikmenn barist með hinum ýmsu vopnum eða nýtt krafta (4 mismunandi samtals) sem guðirnir grísku hafa látið manni í té. Þegar óvinir eru drepnir, draga leikmenn úr þeim sálina, og þær geta leikmenn síðan notað til að uppfæra vopnin og kraftana í leiknum. Suma óvini þarf síðan að drepa með því að gera ákveðnar hreyfingar með analog pinnanum, og er það mjög frumleg og skemmtileg leið til að krydda bardagana. Leikurinn er mjög brútal í spilun og er God of War einhver ofbeldisfyllsti og blóðugasti leikur sem ég hef á ævinni spilað og veigrar Kratos sér ekki við að rífa óvini sína í tvennt, höggva þá í herðar niður eða sveifla þeim uppí loft og ganga þar frá þeim. Og skal engan undra að leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára. Í bland við bardagana í leiknum þurfa leikmenn svo að glíma við hinar ýmsu þrautir sem ganga útá að púsla saman hlutum, finna ákveðna rofa og nýta umhverfið til að opna nýjar leiðir. En að mínu mati hafa framleiðendur leiksins náð fullkomnu jafnvægi í spilun leiksins og leiðist manni aldrei meðan á spilun hans stendur. Það tekur ca. 15-20 tíma að klára leikinn, en þegar menn klára, þá opnast fyrir fjölda myndbanda sem fjalla um gerð leiksins og fleira spennandi, og einnig opnast fyrir svokallað “God Mode”, en þar er hægt að spila leikinn aftur á erfiðari styrkleika. Ef menn klára svo leikinn í “God Mode” fá þeir enn fleiri myndbönd og aukaefni, og er ljóst að God of War er sá leikur sem inniheldur hvað mest aukaefni allra leikja. Söguþráður leiksins er svo keyrður áfram af myndskeiðum sem að eru gerð með sérstökum grafíkstíl, og eru þetta flottustu myndskeið sem sést hafa í slíkum leikjum og gefa þau söguþræði leiksins, sem að er vel skrifaður, byr undir báða vængi. Annað sem er mikilvægt að komi fram er að þegar leikmenn deyja í leiknum þá birtast þeir aftur á svokölluðum “checkpoints”, og það er gaman að segja frá því að í leiknum eru mörg “checkpoint” og vel staðsett, þannig að maður pirrast sjaldnast á því að deyja í leiknum, þar sem maður byrjar yfirleitt aftur mjög nálægt. En þar fyrir utan er hægt að vista stöðuna í leiknum á sérstökum “save” punktum. Ég held að það sé óþarfi að eyða fleiri orðum í leikinn God of War, því að allir alvöru aðdáendur tölvuleikja verða hreinlega að upplifa þessa snilld sem að er gerð af þvílíkri vandvirkni að engu lagi er líkt. Hvort sem að það er tónlist, grafík, söguþráður eða spilun, þá fær God of War alls staðar topp einkun. Og það er hreinlega SYND að láta þetta listaverk framhjá sér fara... Fullkomlega 10 af 10 mögulegum.
Franz Gestadómarar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira