Lífið samstarf

Lúxus heilsu­lind á heims­mæli­kvarða fyrir Ís­lendinga

Hótel Keflavík
KEF SPA & Fitness er nýr og einstakur áfangastaður hér á landi. Heilsulindin opnaði í október á síðastar ári og hafa viðtökurnar farið langt fram úr björtustu vonum.
KEF SPA & Fitness er nýr og einstakur áfangastaður hér á landi. Heilsulindin opnaði í október á síðastar ári og hafa viðtökurnar farið langt fram úr björtustu vonum.

Heilsulindin KEF SPA & Fitness, sem staðsett er í Hótel Keflavík, er nýr og einstakur áfangastaður hérlendis þar sem sett eru ný viðmið í vellíðan með fallegu umhverfi, hönnun sem nær til allra skynfæra og upplifun sem fólk man eftir.

„Markmiðið okkar er skýrt, að gera lúxus og alvöru dekur aðgengilegt fyrir Íslendinga, í aðeins örfárra mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Lilja Karen Steinþórsdóttir, aðstoðarhótelstjóri og markaðsstjóri Hótel Keflavíkur. „Þú þarft ekki að fara út fyrir landsteinana til að endurnærast, nú er nóg að skella sér í dagsferð til Reykjanesbæjar.“

Lilja Karen Steinþórsdóttir er aðstoðarhótelstjóri og markaðsstjóri Hótel Keflavíkur. 

Það er ekki nauðsynlegt að vera hótelgestur á Hótel Keflavík til að njóta KEF SPA & Fitness. Allt fólk er velkomið og meira að segja er búið að setja upp áskriftarleiðir fyrir bæjarbúa sem vilja gera vellíðan að hluta af sínum daglega lífsstíl.

„Í KEF SPA & Fitness mætast nútímaleg líkamsrækt með nýjustu tækjum og heilsulind þar sem allt snýst um jafnvægi, gæði og rými til að slaka á,“ segir Lilja. „Þar má finna infrarauðan klefa, sánur, heita og kalda potta, hvíldarrými, heita bekki, og ekki síst froðuherbergið og snjóherbergið fræga – tvö óvenjuleg en ótrúlega vinsæl rými sem margir segja að geri upplifunina alveg einstaka. 

Við leggjum líka mikla áherslu á að slökun megi vera létt og skemmtileg – að þú getir komið hingað með vinum, hlakkað til og leyft þér að njóta í góðum félagsskap og haft gaman af.“

Aðstaðan í KEF SPA & Fitness er frábær og það fer mjög vel um gesti.
Snjóherbergið hefur vakið mikla lukku.

Nuddsvítan er sérlega vinsæl með einka heitapotti þar sem einstaklingar eða pör geta bókað nudd eða paranudd í glæsilegustu nuddsvítu landsins.

Klippa: Heilsulindin KEF SPA & Fitness

Lúxusrútan hefur slegið í gegn

Til að gera ferðalagið enn einfaldara fyrir aðkomufólk hefur hótelið tekið í notkun nýja lúxusrútu sem fer frá höfuðborgarsvæðinu beint í KEF SPA & Fitness. „Hún býr yfir fallegri lýsingu, fyrsta flokks leðursætum og er skreytt í anda heilsulindarinnar. Rútan hefur slegið í gegn og verið mikið bókuð fyrir gæsahópa, vinkonuhópa, vinahópa og fyrirtæki sem vilja gera vel við sig í stuttri og skemmtilegri dagsferð. Upplýsingar um bókanir má finna á heimasíðu okkar og rútan hefur verið nánast í daglegri notkun frá því að við fengum hana. Það er greinilegt að gestir kunna vel að meta þessa leið til að gera sér glaðan dag.“

Hótelið hefur tekið í notkun nýja lúxusrútu sem fer frá höfuðborgarsvæðinu beint í KEF SPA & Fitness. 

KEF SPA & Fitness er í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá flugvellinum en upplifunin lætur gestum líða eins og þeir séu komnir í lúxusferð til útlanda.

Rútan hefur slegið í gegn og verið mikið bókuð fyrir gæsahópa, vinkonuhópa, vinahópa og fyrirtæki.

Viðtökur fram úr björtustu vonum

Heilsulindin opnaði í október á síðastar ári og hafa viðtökurnar farið langt fram úr björtustu vonum. „Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart hvað landsmenn hafa mætt vel til okkar, bæði bæjarbúar og fólk af höfuðborgarsvæðinu. Einnig gleður það okkur að sjá hversu margir eru meðvitað að leita að gæða upplifun innanlands og KEF SPA & Fitness hefur fljótt orðið eftirsóttur staður fyrir þá sem vilja slaka á, hafa gaman saman og njóta lúxus í góðri stemningu og fallegu umhverfi. Hótelgestir okkar eru líka afar ánægðir með þessa viðbót og segja spa-ið gjarnan lyfta dvölinni upp á hærra plan.“

Gestum sem heimsækir spa-ið án þess að dvelja á hótelinu hafa verið í meirihluta frá opnun. „Það er auðvitað ánægjuleg þróun sem sýnir að KEF SPA & Fitness er að festa sig í sessi sem sjálfstæður áfangastaður fyrir alla sem vilja gera vel við sig. Það er frábær hvatning fyrir okkur að halda áfram að þróa upplifunina og bjóða upp á eitthvað virkilega einstakt og öðruvísi.“

Hótel Keflavík býður upp á stórglæsileg herbergi.

Nýjar bragðupplifanir sem koma gestum á óvart

Nýlega var kynntur nýr og spennandi matseðill á KEF Restaurant, sem er staðsettur á hótelinu, og annar sér matseðill fyrir KEF SPA & Fitness. „Óli Már Erlingsson yfirkokkur er einstaklega hugmyndaríkur og leggur mikið upp úr því að halda matseðlinum lifandi og áhugaverðum með því að endurnýja rétti reglulega og kynna nýjar bragðupplifanir sem koma gestum á óvart.“

Nýlega var kynntur nýr og spennandi matseðill á KEF Restaurant, sem er staðsettur á hótelinu, og annar sér matseðill fyrir KEF SPA & Fitness.

Nýjasti matseðillinn inniheldur spennandi nýjungar að hennar sögn. „Persónulega er ég sérstaklega spennt fyrir nýju andabringunni og svo Dubai ostakökunni, sem minnir á hið vinsæla Dubai súkkulaði sem hefur verið að slá í gegn víða um heim.“

Lilja Karen er mjög spennt fyrir Dubai ostakökunni sem er nýr réttur á matseðli KEF Restaurant.

Hún segir mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytni og ferska strauma á veitingastaðnum. „Það er líka sérstaklega mikilvægt fyrir bæjarbúa sem heimsækja okkur reglulega. Við viljum skapa upplifun sem heldur áfram að vekja forvitni og gefur fólki ástæðu til að koma aftur og prófa eitthvað nýtt.“

Gleymda perla Íslands

Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins eru að leita að lúxus og dekri kemur Reykjanesbær ekki endilega fyrst upp í hugann enda stutt frá höfuðborgarsvæðinu. „En það er einmitt það sem gerir upplifunina hér svo sérstaka. Að vera aðeins stutt frá höfuðborginni en samt að upplifa ró, rými og algera tilbreytingu frá daglegu amstri sem er dýrmætur kostur.“

Reykjanesið er oft kölluð gleymda perla Íslands en svæðið inniheldur fullt af náttúruundrum og menningu sem margir hafa enn ekki uppgötvað segir Lilja Karen. „Svæðið nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem UNESCO Global Geopark og hér má finna náttúrulaugar, hveri, sprengigíga, hella og þekkt kennileiti eins og Gunnuhver og Brúna milli heimsálfa. Hér má einnig finna fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir, frábæra golfvelli ásamt heillandi sundlaugum í nágrenninu, sem bjóða upp á tækifæri til útivistar og slökunar í náttúrunni.“

Brúin milli heimsálfa er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Reykjanesi.Mynd/Vilhelm Gunnarsson.

Reykjanesbær sjálfur hefur á undanförnum árum dafnað og iðar nú af menningu, listum, hönnun og handverki að hennar sögn. „Hér má finna fjölbreytt úrval veitingastaða, verslana og afþreyingar – og við hjá Hótel Keflavík erum stolt af því að hafa lagt okkar af mörkum með opnun KEF SPA & Fitness, ásamt KEF Restaurant og Diamond Lounge & Bar.

Að skella sér í dagsferð hingað, eiga rómantíska helgi eða hefja utanlandsferðina degi fyrr í góðu yfirlæti er frábær leið til að slaka á og njóta. Hér er eitthvað fyrir alla – hvort sem þú vilt hlaða batteríin, skoða okkar fallegu náttúru eða dekra við þig með stæl.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.