Lífið í Lundúnum heldur áfram 8. júlí 2005 00:01 Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira