Innlent

Níu ára fangelsi fyrir manndráp

Magnús Einarsson var í dag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni  á heimili þeirra að Hamraborg 38 í Kópavogi þann fyrsta nóvember síðastliðinn. Magnús brá þvottasnúru um háls eiginkonu sinnar og herti að með þeim afleiðingum að hún lést vegna kyrkingar. Þá var Magnús dæmdur til að greiða dóttur sinni og syni rúmar 11 milljónir króna í bætur, en þau voru heima þegar hann banaði eiginkonu sinni. Gæsluvarðhaldsvist Magnúsar frá 1. nóvember 2004 til dagsins í dag kemur til frádráttar fangelsisvistinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×