Innlent

Rannsókn í Keflavík á lokastigi

Rannsókn manndrápsmálsins í Keflavík, þegar maður á þrítugsaldri veitti dönskum hermanni hnefahögg með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar, er á lokastigi. Atvikið átti sér stað 12. nóvember og var árásarmaðurinn í haldi lögreglu í tvo sólarhringa áður en honum var sleppt lausum en þá sagði Keflavíkurlögregla að málið væri upplýst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í morgun er einungis beðið lokaniðurstöðu krufningar og verður málið síðan sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhald málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×