Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm 17. september 2005 00:01 Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira