Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm 17. september 2005 00:01 Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira