Næsta bylting? 17. september 2005 00:01 Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution. Þessi nýi stýripinni brýtur flestar hefðbundnar reglur í sambandi við tölvuleiki. Í staðinn fyrir að vera fjarstýring fyrir báðar hendur er hann hannaður til að vera aðeins í annarri hendinni. Þessi nýja tækni gerir leikmönnun kleift að hlaupa, stökkva, sparka, berja, keyra ökutæki og margt fleira á hátt sem aldrei hefur þekkst. "Tilfinningin er svo náttúruleg og raunveruleg, um leið og spilarar grípa um hann mun hugurinn yfirfyllast af þeim möguleikum sem hann býður uppá eins og aldrei hefur áður þekkst." útskýrir Saturo Iwata. "Þetta er gífurlega áhugaverð þróun sem mun vekja áhuga hjá bæði reyndum og nýjum leikmönnum" Stýripinninn býður einnig upp á fjölda aukahluta, þ.a.m "analog" pinna sem hægt er að tengja við hann til að ná bestu mögulegu stjórn. Þegar hann er tekinn upp og beint að skjánum bregst pinninn strax við og skynjar hreyfingu, dýpt, stöðu og miðun, allt einfaldlega eftir hreyfingum handarinnar. Það er óhætt að segja að leikjaheimurinn bíði spenntur eftir því sem virðist ætla að breyta öllum væntingum sem við höfum til leikjaiðnaðarins. Það eru svo sannarlega góðir tímar framundan, PSP er komin út og PS3 og X-Box 360 eru handan við hornið. Geim mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution. Þessi nýi stýripinni brýtur flestar hefðbundnar reglur í sambandi við tölvuleiki. Í staðinn fyrir að vera fjarstýring fyrir báðar hendur er hann hannaður til að vera aðeins í annarri hendinni. Þessi nýja tækni gerir leikmönnun kleift að hlaupa, stökkva, sparka, berja, keyra ökutæki og margt fleira á hátt sem aldrei hefur þekkst. "Tilfinningin er svo náttúruleg og raunveruleg, um leið og spilarar grípa um hann mun hugurinn yfirfyllast af þeim möguleikum sem hann býður uppá eins og aldrei hefur áður þekkst." útskýrir Saturo Iwata. "Þetta er gífurlega áhugaverð þróun sem mun vekja áhuga hjá bæði reyndum og nýjum leikmönnum" Stýripinninn býður einnig upp á fjölda aukahluta, þ.a.m "analog" pinna sem hægt er að tengja við hann til að ná bestu mögulegu stjórn. Þegar hann er tekinn upp og beint að skjánum bregst pinninn strax við og skynjar hreyfingu, dýpt, stöðu og miðun, allt einfaldlega eftir hreyfingum handarinnar. Það er óhætt að segja að leikjaheimurinn bíði spenntur eftir því sem virðist ætla að breyta öllum væntingum sem við höfum til leikjaiðnaðarins. Það eru svo sannarlega góðir tímar framundan, PSP er komin út og PS3 og X-Box 360 eru handan við hornið. Geim mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira