Framboð til öryggisráðs í uppnámi 17. september 2005 00:01 Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira