Innlent

Vilja ekki hækka leikskólagjöld

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fallið verði frá hækkunum á leikskólagjöldum sem R-listinn samþykkti fyrir fjórum mánuðum. Tillöguna lögðu þeir fram á fundi borgarráðs í dag og vilja að hækkunin verði aflögð frá 1. maí nk. Tillögunni var vísað til afgreiðslu menntaráðs. Sjálfstæðismenn segja tillögurnar „um það sem R-listinn kýs ranglega að kalla gjaldfrjálsan leikskóla“ bæði illa ígrundaðar og framsettar með þeim hætti að Reykvíkingar geti ekki áttað sig á því sem þær raunverulega boða. „Innihaldslaust kosningaloforð R-listans um lækkun leikskólagjalda í óljósri framtíð á sama tíma sem löngu gefin loforð í leikskólamálum hafa ekki verið uppfyllt, er ódýr kosningabrella sem ekki er hægt að samþykkja,“ segir í bókun sjálfstæðismanna á fundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×