Óttast árás á fimmtudag 31. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Hafi lögreglan rétt fyrir sér þykir það benda til þess að fleiri hópar hryðjuverkamanna séu að störfum í Bretlandi og undirbúi árásir. Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, varaði í gærkvöldi við hættunni á frekari árásum. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Hátt settir lögreglumenn hafa af því miklar áhyggjur að á fimmtudaginn kemur, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu árása, verði á ný gerðar árásir á almenningssamgöngur í Lundúnum. Bent er á að það samrýmist aðferðafræði al-Qaida: ráðist hafi verið á tvíburaturnana í tvígang, sama gildi um sendiráð í Egyptalandi. Sunday Times hefur fyrir því heimildir að hópur herskárra íslamista leggi á ráðin um fjölda sjálfsmorðsárása á svokölluð mjúk skotmörk í Lundúnum en almenningssamgöngur eru dæmi um slík skotmörk. Raunar átti þessi árás að fara fram síðasta fimmtudag samkvæmt upplýsingum Lundúnalögreglunnar og því var gripið til öryggisráðstafana: sex þúsund lögreglumenn voru á varðbergi og var aðgerðin sú stærsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hópurinn ku hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og er sagður lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Heimildarmaður Sunday Times innan lögreglunnar segir að handtökurnar á föstudaginn séu aðeins toppurinn á ísjakanum og að eftir standi net hryðjuverkamanna sem verði að uppræta. Á næstu mánuðum sé mikilla tíðinda að vænta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira