Bótahækkanir gætu fallið niður 17. október 2005 00:01 Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem hvatt var til þess að bensínstyrkurinn yrði ekki felldur niður. Helgi beindi fyrirspurn sinni til Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann svaraði því til að heilbrigðisráðherra væri að vinna í málinu en sagði málflutning Helga mótsagnakenndan. Helgi hefði hvatt til aðhalds í ríkisfjármálum en nú væri hann að hvetja til aukinna ríkisútgjalda. Það eru engir auðveldir kostir í hagræðingu eða niðurskurði í heilbrigðisráðuneytinu," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann sagðist hafa fundað með forystumönnum Öryrkjabandalags Íslands um málið og færi nú yfir þetta upp á nýtt fyrir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði hins vegar ljóst að ef hætt yrði við að fella niður bensínstyrkinn gæti farið svo að hætta yrði við að hækka bætur til öryrkja eins og lagt sé til í fjárlagafrumvarpinu. Hann sagði að bensínstyrkurinn hefði upphaflega verið ætlaður fyrir hreyfihamlaða sen sé orðinn mun almennari og útbreiddari en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fór hörðum orðum um stjórnarliða. Hann sagði hafa verið ótrúlegt að hlusta á Sjálfstæðismenn á landsfundi sínum og fjármálaráðherra fara fremstan í flokki í að afneita ábyrgð á fjárlagafrumvarpinu. Hann sagði að sér blöskaraði að á sama tíma og ríkisstjórnin færði þeim ríkustu jólagjafir í formi niðurfellingar hátekjuskattsins væri verið að skerða bensínstyrki til hreyfihamlaða. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var ósátt við að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefði vísað ábyrgðinni á niðurfellingu bensínstyrksins alfarið á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem hvatt var til þess að bensínstyrkurinn yrði ekki felldur niður. Helgi beindi fyrirspurn sinni til Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann svaraði því til að heilbrigðisráðherra væri að vinna í málinu en sagði málflutning Helga mótsagnakenndan. Helgi hefði hvatt til aðhalds í ríkisfjármálum en nú væri hann að hvetja til aukinna ríkisútgjalda. Það eru engir auðveldir kostir í hagræðingu eða niðurskurði í heilbrigðisráðuneytinu," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann sagðist hafa fundað með forystumönnum Öryrkjabandalags Íslands um málið og færi nú yfir þetta upp á nýtt fyrir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði hins vegar ljóst að ef hætt yrði við að fella niður bensínstyrkinn gæti farið svo að hætta yrði við að hækka bætur til öryrkja eins og lagt sé til í fjárlagafrumvarpinu. Hann sagði að bensínstyrkurinn hefði upphaflega verið ætlaður fyrir hreyfihamlaða sen sé orðinn mun almennari og útbreiddari en áður. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fór hörðum orðum um stjórnarliða. Hann sagði hafa verið ótrúlegt að hlusta á Sjálfstæðismenn á landsfundi sínum og fjármálaráðherra fara fremstan í flokki í að afneita ábyrgð á fjárlagafrumvarpinu. Hann sagði að sér blöskaraði að á sama tíma og ríkisstjórnin færði þeim ríkustu jólagjafir í formi niðurfellingar hátekjuskattsins væri verið að skerða bensínstyrki til hreyfihamlaða. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var ósátt við að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefði vísað ábyrgðinni á niðurfellingu bensínstyrksins alfarið á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent