Of fáir að skora mörkin 23. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið. Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti