Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2025 19:40 Oliver Heiðarsson með boltann í leik með ÍBV. ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar. Eftir fremur rólegar fyrstu tíu mínútur voru það gestirnir úr Eyjum sem hægt og rólega tóku leikinn yfir. Þeir voru mun beinskeyttari í sínum sóknarleik á meðan Stjörnuliðið sendi boltann sín á milli en komst lítið áleiðis. Mark Omar Sowe kom Eyjamönnum í forystu á 20. mínútu, ef það var þá markið hans því erfitt var að sjá hvort boltinn hafi farið af honum eða varnarmanni Stjörnunnar. Árni Snær í markinu horfði á eftir boltanum rúlla rólega í netið og virtist ekki hafa áttað sig á hvað væri í gangi. Hann gat þó lítið gert í öðru marki Eyjamanna. Það skoraði Bjarki Björn Gunnarsson með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig, boltinn í þverslána og inn upp við samskeytin. Eyjamenn voru með öll völd á þessum tímapunkti og því kom mark frá Stjörnunni á 36. mínútu eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það skoraði Sindri Þór Ingimarsson með skoti fyrir utan teig eftir aukaspyrnu en Marcel Zapytowski missti laust skot Sindra Þórs afar klaufalega í gegnum klofið á sér. Stjörnumenn hresstust aðeins við þetta og ógnuðu marki Eyjamanna meira á lokamínútum fyrri hálfleiks en þeir höfðu gert fram að því. Staðan í hálfleik 2-1 gestunum í vil. Síðari hálfleikur var öllu jafnari. Bæði lið sköpuðu hættu, Omar Sowe átti skot sem Stjörnumenn björguðu við markteiginn og þá fóru Garðbæingar afar illa með gott færi á skyndisókn þegar þeir voru komnir þrír gegn tveimur. Þegar Stjörnumenn höfðu náð að pressa ÍBV liðið í nokkrar mínútur fengu Eyjamenn hins vegar skyndisókn á 77. Mínútu sem Oliver Heiðarsson kláraði með frábæru skoti. Eyjamenn fengu færi til að bæta við eftir þetta en í uppbótartíma skoraði Sindri Þór sitt annað marki og gaf Stjörnumönnum von. Þeir fengu eina aukaspyrnu á lokasekúndunum sem nýttist ekki og ÍBV fagnaði góðum sigri. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið í 2. - 3. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Stjarnan er 6. sæti Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Mark Bjarka Björns var algjörlega frábært. Hann fékk boltann rúllandi á móti sér og smellti honum upp í samskeytin, sláin inn. Ef við tölum um mikivægasta atvikið þá var markvarsla Marcel Zapytowski í stöðunni 2-1 gríðarstór. Hann varði þá frá Emil Atlasyni af stuttu færi og kom í veg fyrir að Stjarnan jafnaði og bætti um leið fyrir mistökin í fyrra marki heimamanna. Stjörnur og skúrkar Bjarki Björn Gunnarsson var frábær í liði Eyjamanna og besti maður vallarins. Hann skoraði stórkostlegt mark og fíflaði leikmenn Stjörnunnar í nokkur skipti með frábærum tilþrifum. Omar Sowe var sömuleiðis góður, duglegur að fá boltann og finna samherja. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti og leikur liðsins einfaldlega ekki nógu góður. Sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Varamenn liðsins komu með smá kraft með sér sem dugði þó ekki til. Dómarinn Átti heilt yfir fínan leik. Aukaspyrnan sem var aðdragandinn að fyrra marki Stjörnunnar var þó ansi „soft“ og um leið dýr fyrir Eyjamenn þó Zapytowski í markinu hefði átt að gera betur. Gunnar Freyr Róbertsson var þó með ágæt tök á þessum leik. Stemmning og umgjörð Það var sæmileg mæting á Samsung-völlinn. Strax í kjölfar fótboltaleiksins fór fram leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónus-deild karla og voru ansi margir stuðningsmenn Stjörnunnar farnir yfir í íþróttahúsið áður en þessum leik lauk. Stuðningsmenn ÍBV voru nokkuð fjölmennir og heyrðist vel í þeim eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl „Veruleikinn er sá að við gerðum ekki nóg til að verðskulda neitt“ Það var niðurlútur Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar sem blaðamaður hitti að leik loknum í kvöld. Hann dæsti áður en hann mat frammistöðu síns liðs. „Bara mjög dapra í fyrri hálfleik og mér fannst vera eitt lið á vellinum í fyrri. Mér fannst við koma ágætlega inn í seinni en vorum búnir að gera okkur erfitt fyrir og vorum „soft“. Við þurfum eitthvað að skoða það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi. Jökull breytir liði sínu reglulega milli leikja.Vísir/Diego Í stöðunni 2-0 fyrir ÍBV má segja að Stjarnan hafi fengið frímiða inn í leikinn eftir slæm mistök hjá markverði ÍBV og staðan skyndilega orðin 2-1. „Frímiða, öll mörk eru einhvers konar mistök. Fyrsta markið hjá þeim er frímiði líka og það skiptir engu máli hvernig þetta kemur. Auðvitað hjálpar að skora mark alveg eins og það gerir hlutina erfiðari að fá á sig mark. Fínt að fá það en þetta var bara ekki nóg.“ Í fyrri hálfleik var sóknarleikur Stjörnunnar mjög tilþrifalítill. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir og „soft“ sóknarlega og varnarlega. Mér fannst þetta vera það sem einkenndi okkar leik í fyrri hálfleik, mér fannst við betri í seinni en þar vantar samt uppá. Veruleikinn er sá að við gerðum ekki nóg til að verðskulda neitt úr þessum leik og Eyjamenn spiluðu vel og áttu skilið að vinna.“ Hann ætlar þó ekki að breyta miklu þrátt fyrir tvo tapleiki í röð í Bestu deildinni. „Bara eins og fyrir aðra leiki, eins og við höfum alltaf gert. Við förum yfir það sem við getum gert betur, útkljáum þennan leik og köstum honum frá okkur. Svo bara að einbeita sér að næsta máli og æfa vel.“ „Vá, gæðin í þessum leikmanni“ Þorlákur Árnason þjálfari Eyjamanna var afar ánægður með stigin þrjú sem liðið tekur með sér heim til Eyja eftir sigurinn í Garðabæ í kvöld. „Markmiðið fyrir leikinn var að hugsa um okkur sjálfa en ekki Stjörnuna, eins og þú sást þegar þeir skiptu inn í hálfleik þá gátu þeir sett tempóið upp. Einbeita okkur að okkar leik og okkar spilamennsku, halda meira í boltann og spila góðan fótbolta. Ég var búinn að reikna út að við þyrftum að skora 2-3 mörk til að vinna þennan leik og það bara gekk upp,“ sagði Þorlákur við Vísi eftir leik. Þorlákur Árnason er þjálfari ÍBV.Mynd: ÍBV Hann sagði að mark Stjörnunnar í fyrri hálfleik hefði vel getað hleypt heimaliðinu betur inn í leikinn. „Algjörlega, þetta var hriklega „soft“ aukaspyrna og bara gjöf finnst mér og svo klaufalegt hjá Marcel í markinu sem náði heldur betur að kvitta fyrir það með frábærri markvörslu seinna. Maður er alltaf smeykur við þetta þriðja mark. Stjarnan er með frábært lið og maður er alltaf smeykur.“ Eftir mark Omar Sowe á 77. mínútu virtist sigur Eyjamanna í höfn en mark í uppbótartíma frá Stjörnunni skaut Eyjamönnum skelk í bringu. „Maður var nokkuð rólegur í 3-1 en því hann bætti við aukamínútum við aukatímann þá var maður ekki rólegur fyrr en var flautað af.“ Þorlákur gat síðan ekki annað en hrósað manni leiksins í hástert, Bjarka Birni Gunnarssyni sem var frábær í kvöld. „Bjarki er bara frábær leikmaður og hann var klárlega besti maðurinn á vellinum í dag. Þetta er strákur sem er búinn að vera töluvert frá vegna meiðsla síðustu ár og þess vegna vorum við svo heppnir að fá hann í ÍBV frá Víkingi. En vá, gæðin í þessum leikmanni.“ Besta deild karla Stjarnan ÍBV
ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar. Eftir fremur rólegar fyrstu tíu mínútur voru það gestirnir úr Eyjum sem hægt og rólega tóku leikinn yfir. Þeir voru mun beinskeyttari í sínum sóknarleik á meðan Stjörnuliðið sendi boltann sín á milli en komst lítið áleiðis. Mark Omar Sowe kom Eyjamönnum í forystu á 20. mínútu, ef það var þá markið hans því erfitt var að sjá hvort boltinn hafi farið af honum eða varnarmanni Stjörnunnar. Árni Snær í markinu horfði á eftir boltanum rúlla rólega í netið og virtist ekki hafa áttað sig á hvað væri í gangi. Hann gat þó lítið gert í öðru marki Eyjamanna. Það skoraði Bjarki Björn Gunnarsson með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig, boltinn í þverslána og inn upp við samskeytin. Eyjamenn voru með öll völd á þessum tímapunkti og því kom mark frá Stjörnunni á 36. mínútu eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það skoraði Sindri Þór Ingimarsson með skoti fyrir utan teig eftir aukaspyrnu en Marcel Zapytowski missti laust skot Sindra Þórs afar klaufalega í gegnum klofið á sér. Stjörnumenn hresstust aðeins við þetta og ógnuðu marki Eyjamanna meira á lokamínútum fyrri hálfleiks en þeir höfðu gert fram að því. Staðan í hálfleik 2-1 gestunum í vil. Síðari hálfleikur var öllu jafnari. Bæði lið sköpuðu hættu, Omar Sowe átti skot sem Stjörnumenn björguðu við markteiginn og þá fóru Garðbæingar afar illa með gott færi á skyndisókn þegar þeir voru komnir þrír gegn tveimur. Þegar Stjörnumenn höfðu náð að pressa ÍBV liðið í nokkrar mínútur fengu Eyjamenn hins vegar skyndisókn á 77. Mínútu sem Oliver Heiðarsson kláraði með frábæru skoti. Eyjamenn fengu færi til að bæta við eftir þetta en í uppbótartíma skoraði Sindri Þór sitt annað marki og gaf Stjörnumönnum von. Þeir fengu eina aukaspyrnu á lokasekúndunum sem nýttist ekki og ÍBV fagnaði góðum sigri. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið í 2. - 3. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Stjarnan er 6. sæti Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Mark Bjarka Björns var algjörlega frábært. Hann fékk boltann rúllandi á móti sér og smellti honum upp í samskeytin, sláin inn. Ef við tölum um mikivægasta atvikið þá var markvarsla Marcel Zapytowski í stöðunni 2-1 gríðarstór. Hann varði þá frá Emil Atlasyni af stuttu færi og kom í veg fyrir að Stjarnan jafnaði og bætti um leið fyrir mistökin í fyrra marki heimamanna. Stjörnur og skúrkar Bjarki Björn Gunnarsson var frábær í liði Eyjamanna og besti maður vallarins. Hann skoraði stórkostlegt mark og fíflaði leikmenn Stjörnunnar í nokkur skipti með frábærum tilþrifum. Omar Sowe var sömuleiðis góður, duglegur að fá boltann og finna samherja. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti og leikur liðsins einfaldlega ekki nógu góður. Sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Varamenn liðsins komu með smá kraft með sér sem dugði þó ekki til. Dómarinn Átti heilt yfir fínan leik. Aukaspyrnan sem var aðdragandinn að fyrra marki Stjörnunnar var þó ansi „soft“ og um leið dýr fyrir Eyjamenn þó Zapytowski í markinu hefði átt að gera betur. Gunnar Freyr Róbertsson var þó með ágæt tök á þessum leik. Stemmning og umgjörð Það var sæmileg mæting á Samsung-völlinn. Strax í kjölfar fótboltaleiksins fór fram leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónus-deild karla og voru ansi margir stuðningsmenn Stjörnunnar farnir yfir í íþróttahúsið áður en þessum leik lauk. Stuðningsmenn ÍBV voru nokkuð fjölmennir og heyrðist vel í þeim eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl „Veruleikinn er sá að við gerðum ekki nóg til að verðskulda neitt“ Það var niðurlútur Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar sem blaðamaður hitti að leik loknum í kvöld. Hann dæsti áður en hann mat frammistöðu síns liðs. „Bara mjög dapra í fyrri hálfleik og mér fannst vera eitt lið á vellinum í fyrri. Mér fannst við koma ágætlega inn í seinni en vorum búnir að gera okkur erfitt fyrir og vorum „soft“. Við þurfum eitthvað að skoða það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi. Jökull breytir liði sínu reglulega milli leikja.Vísir/Diego Í stöðunni 2-0 fyrir ÍBV má segja að Stjarnan hafi fengið frímiða inn í leikinn eftir slæm mistök hjá markverði ÍBV og staðan skyndilega orðin 2-1. „Frímiða, öll mörk eru einhvers konar mistök. Fyrsta markið hjá þeim er frímiði líka og það skiptir engu máli hvernig þetta kemur. Auðvitað hjálpar að skora mark alveg eins og það gerir hlutina erfiðari að fá á sig mark. Fínt að fá það en þetta var bara ekki nóg.“ Í fyrri hálfleik var sóknarleikur Stjörnunnar mjög tilþrifalítill. „Mér fannst við hægir og fyrirsjáanlegir og „soft“ sóknarlega og varnarlega. Mér fannst þetta vera það sem einkenndi okkar leik í fyrri hálfleik, mér fannst við betri í seinni en þar vantar samt uppá. Veruleikinn er sá að við gerðum ekki nóg til að verðskulda neitt úr þessum leik og Eyjamenn spiluðu vel og áttu skilið að vinna.“ Hann ætlar þó ekki að breyta miklu þrátt fyrir tvo tapleiki í röð í Bestu deildinni. „Bara eins og fyrir aðra leiki, eins og við höfum alltaf gert. Við förum yfir það sem við getum gert betur, útkljáum þennan leik og köstum honum frá okkur. Svo bara að einbeita sér að næsta máli og æfa vel.“ „Vá, gæðin í þessum leikmanni“ Þorlákur Árnason þjálfari Eyjamanna var afar ánægður með stigin þrjú sem liðið tekur með sér heim til Eyja eftir sigurinn í Garðabæ í kvöld. „Markmiðið fyrir leikinn var að hugsa um okkur sjálfa en ekki Stjörnuna, eins og þú sást þegar þeir skiptu inn í hálfleik þá gátu þeir sett tempóið upp. Einbeita okkur að okkar leik og okkar spilamennsku, halda meira í boltann og spila góðan fótbolta. Ég var búinn að reikna út að við þyrftum að skora 2-3 mörk til að vinna þennan leik og það bara gekk upp,“ sagði Þorlákur við Vísi eftir leik. Þorlákur Árnason er þjálfari ÍBV.Mynd: ÍBV Hann sagði að mark Stjörnunnar í fyrri hálfleik hefði vel getað hleypt heimaliðinu betur inn í leikinn. „Algjörlega, þetta var hriklega „soft“ aukaspyrna og bara gjöf finnst mér og svo klaufalegt hjá Marcel í markinu sem náði heldur betur að kvitta fyrir það með frábærri markvörslu seinna. Maður er alltaf smeykur við þetta þriðja mark. Stjarnan er með frábært lið og maður er alltaf smeykur.“ Eftir mark Omar Sowe á 77. mínútu virtist sigur Eyjamanna í höfn en mark í uppbótartíma frá Stjörnunni skaut Eyjamönnum skelk í bringu. „Maður var nokkuð rólegur í 3-1 en því hann bætti við aukamínútum við aukatímann þá var maður ekki rólegur fyrr en var flautað af.“ Þorlákur gat síðan ekki annað en hrósað manni leiksins í hástert, Bjarka Birni Gunnarssyni sem var frábær í kvöld. „Bjarki er bara frábær leikmaður og hann var klárlega besti maðurinn á vellinum í dag. Þetta er strákur sem er búinn að vera töluvert frá vegna meiðsla síðustu ár og þess vegna vorum við svo heppnir að fá hann í ÍBV frá Víkingi. En vá, gæðin í þessum leikmanni.“
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn