
Innlent
Umferðaróhapp endaði í þremur
Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla. Tveir voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild með minniháttar hálsáverka. Lögreglan segir ákrekstra á svo fjölförnum götum oft leiða til annarra árekstra því svo virðist sem ökumenn gleymi sér við að horfa á þann árekstur sem fyrst hafi orðið og missi þá bifreið sína aftan á ökutækið fyrir framan. Lögreglan vill þó geta að ekki sé víst að svo hafi verið í þessum tilvikum.