Sport

Heilsaði aftur að hætti fasista

Það er aldrei lognmolla í kring um Paolo di Canio eins og allir vita sem fylgdust með honum þegar hann spilaði með West Ham á sínum tíma
Það er aldrei lognmolla í kring um Paolo di Canio eins og allir vita sem fylgdust með honum þegar hann spilaði með West Ham á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages

Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio er aftur kominn í fréttirnar á Ítalíu eftir að hann heilsaði áhorfendum að fasistasið með útréttri hendi í leik gegn Livorno um helgina, en hann var fyrir skömmu sektaður um háa fjárhæð fyrir að gera slíkt hið sama þegar hann fagnaði marki.

Stuðningsmenn Lazio og Livorno eru eins ólíkir og hugsast getur á pólitískan hátt, því á meðan stuðningsmenn Livorno eru margir hverjir mjög langt til vinstri, eru stuðningsmenn Lazio margir hverjir öfga hægrimenn.

DiCanio sjálfur hefur dregið úr kveðju sinni og segist aðeins vera að sýna samstöðu með stuðningsmönnum félagsins, en forráðamenn Lazio eru víst orðnir ansi þreyttir á eilífum uppákomum af þessu tagi og telja sumir að þetta gæti jafnvel þýtt að hinn 37 ára gamli fjörkálfur yrði látinn fara frá félaginu sem hann hefur reyndar haldið með síðan hann var gutti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×