Sport

Leikjum lokið á Englandi

Leikjunum sex í ensku úrvalsdeildinni er lokið, en þar ber hæst að Manchester United tapaði á heimavelli fyrir Blackburn og Chelsea hélt sigurgöngu sinn áfram með sigri á Aston Villa á heimavelli sínum. Morten Gamst Pedersen var maður dagsins og skoraði bæði mörk Blackburn á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy jafnaði metin fyrir Manchester United. Luke Moore varð fyrsti maðurinn til að skora mark gegn Chelsea á leiktíðinni, en Frank Lampard skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, annað úr vítaspyrnu 15 mínútum fyrir leikslok, og tryggði Chelsea sjöunda sigurinn í sjö leikjum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Michael Owen skoraði eina mark Newcastle gegn Manchester City og tryggði liði sínu sigurinn í leiknum. Hermnn Hreiðarsson og félagar í Charlton héldu uppteknum hætti í toppbaráttunni og lögðu WBA á útivelli 2-1. Danny Murphy skoraði bæði mörk Charlton. Arsenal og West Ham skildu jöfn 0-0 og þá urðu gríðarlega óvænt úrslit á Goodison Park, þegar Everton tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Wigan, sem eru að byrja leiktíðina ótrúlega vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×