Nú er hálfleikur í bikarúrslitaviðureign Vals og Fram á Laugardalsvelli og skemmst frá því að segja að leikurinn er hundleiðinlegur. Hvorugt lið hefur þorað að taka áhættu í leiknum eða sækja af neinu viti og því hafa áhorfendur ekki fengið mikið fyrir sinn snúð. Það er vona manna að leikar æsist verulega í síðari hálfleik, því allt getur gerst í bikarnum.