Góður endir hjá strákunum 29. janúar 2005 00:01 Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel. Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Þessi leikur var fínn endir á annars misjöfnu móti. Hann bar þess eilítið merki að líkurnar á að liðið kæmi áfram voru nánast engar. En samt sem áður var ég ánægður með hvernig menn lögðu sig fram í leiknum og einbeitingin var til staðar meira eða minna í 60 mínútur sem er í rauninni þveröfugt við leikinn við Kúveit. Það er það sem stendur einna helst upp úr. Birkir Ívar fékk loksins að byrja leikinn og skilaði ágætis vinnu. Það var margt ágætt í þessum leik sem segir okkur að það býr mikið í þessu liði. En niðurstaðan að komast ekki áfram er náttúrulega ekkert annað en vonbrigði. Hvernig liðið spilaði gegn Alsír, hvernig mannskapnum var stillt upp eða hvernig liðið var að breyta varnarleiknum skipti í rauninni ekki máli. Það eina sem þurfti að nást út úr leiknum var sigur til þess að skila sem bestu verki og svo var náttúrlega mikilvægt að enda mótið vel. Menn hafa augljóslega verið mjög svekktir með að liðið kæmist ekki áfram og því var þetta upplagður endir. Það er alveg ljóst að pressan var að hrjá mannskapinn í fyrsta leik og það var í rauninni ekki fyrr en að fyrsti leikurinn var nánast tapaður að það losnaði svolítið um hömlur liðsins og menn svona settu í fluggírinn og náðu að jafna þann leik. Slóvenaleikurinn hafði allt annað yfirbragð og var að mínu mati alveg pressulaus. Þar sofnuðu menn á verðinum og ætluðu að landa sigrinum á seiglunni. Síðan voru menn hreinlega komnir upp við vegg með því að þurfa að leggja Rússa, best skipulagða lið riðilsins, af velli. Ég er þó ánægður með það, að þrátt fyrir vonbrigðin og þá sérstaklega hjá leikmönnunum sjálfum, þá sýndu menn ákveðinn karakter að leggja sig vel fram í dag og innbyrða sigur og þeir gerðu það virkilega vel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira