Víglína þvert yfir eldhúsborðið 29. janúar 2005 00:01 Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Merði Árnasyni, alþingismanni Samfylkingarinnar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára - ef ekki áratuga - Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafnvel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinnandi: "Það yrði á hvorugt þeirra hallað". Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjölskyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: "Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópar fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum." Óskar Guðmundsson blaðamaður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborðið. Hann bendir á úr hve líku umhverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: "Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokkssystkini fyrr en tiltölulega nýlega." Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórnmálaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jóhannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sigurðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkaðist ekki að bítast um formannsembætti. "Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðubandalaginu og það leysti vandann að hluta," segir Óskar Guðmundsson, höfundur sögu Alþýðubandalagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur - fulltrúa "flokkseigendaklíkunnar" - og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli formanns og varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: "Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún." Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnaðarmanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Baráttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjölskyldu sem stjórnmálaflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira