Stjarnan bikarmeistari
Stjarnan út Garðabæ varð í dag SS-bikarmeistari kvenna í handknattleik er liðið sigraði Gróttu/KR örugglega, 31-17, í úrslitaleik í Laugardagshöll í dag. Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði átta mörk.