Powell talar um ráðherraárin 26. febrúar 2005 00:01 Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt. Hermaðurinn Powell mun ekki tala. Þegar Colin Powell lét af embætti utanríkisráðherra var gengið að því sem gefnu að hann myndi aldrei opinberlega ræða árin fjögur í embættinu. En í dag birtist viðtal við hann í bresku blaði þar sem hann ræðir margt af því sem brann á honum. Kvitturinn í Washington er á þá leið að Powell sé svekktur, ekki bara með stefnu stjórnarinnar í mörgum málum heldur líka að Bush forseti skildi þiggja boðið þegar hann bauðst til að láta af embætti. Enn verra, segir sagan, er að erkióvinur hans, Donald Rumsfeld, sitji sem fastast. Powell segir til dæmis að fleiri hermenn hefði þurft í Írak í kjölfar stríðsins til að takast á við ringulreiðina og skálmöldina sem tók við. Stríðið sjálft hafi verið skipulagt af snilld en því sem fylgdi í kjölfarið hafi verið klúðrað. Hann segist hafa varað yfirmenn sína - þ.e. Bush forseta - við því að erfiðleikarnir myndu fyrst hefjast að loknu stríði, því að Írak væri eins og kristalskúla sem splundraðist og það væri vandamál Bandaríkjanna að hreinsa til. Þess vegna hafi hann leitað nýrrar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna áður en stríðið hófst. Powell segir einnig ljóst að sættast verði við Evrópu á ný því án samvinnu við hana gangi ekki neitt. Bandaríkin þurfi að stórbæta ímynd sína í álfunni. En það er líka áhugavert hvað Powell vill ekki ræða í viðtalinu: hann vill ekki lýsa skoðun sinni á þeirri stefnu sem fylgt er í Hvíta húsinu, og hann vill ekki bera saman George Bush og aðra forseta sem hann þjónaði - þar á meðal Bush eldri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt. Hermaðurinn Powell mun ekki tala. Þegar Colin Powell lét af embætti utanríkisráðherra var gengið að því sem gefnu að hann myndi aldrei opinberlega ræða árin fjögur í embættinu. En í dag birtist viðtal við hann í bresku blaði þar sem hann ræðir margt af því sem brann á honum. Kvitturinn í Washington er á þá leið að Powell sé svekktur, ekki bara með stefnu stjórnarinnar í mörgum málum heldur líka að Bush forseti skildi þiggja boðið þegar hann bauðst til að láta af embætti. Enn verra, segir sagan, er að erkióvinur hans, Donald Rumsfeld, sitji sem fastast. Powell segir til dæmis að fleiri hermenn hefði þurft í Írak í kjölfar stríðsins til að takast á við ringulreiðina og skálmöldina sem tók við. Stríðið sjálft hafi verið skipulagt af snilld en því sem fylgdi í kjölfarið hafi verið klúðrað. Hann segist hafa varað yfirmenn sína - þ.e. Bush forseta - við því að erfiðleikarnir myndu fyrst hefjast að loknu stríði, því að Írak væri eins og kristalskúla sem splundraðist og það væri vandamál Bandaríkjanna að hreinsa til. Þess vegna hafi hann leitað nýrrar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna áður en stríðið hófst. Powell segir einnig ljóst að sættast verði við Evrópu á ný því án samvinnu við hana gangi ekki neitt. Bandaríkin þurfi að stórbæta ímynd sína í álfunni. En það er líka áhugavert hvað Powell vill ekki ræða í viðtalinu: hann vill ekki lýsa skoðun sinni á þeirri stefnu sem fylgt er í Hvíta húsinu, og hann vill ekki bera saman George Bush og aðra forseta sem hann þjónaði - þar á meðal Bush eldri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira