Innlent

Fara til Japans á morgun

Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. Sæmundur segist vongóður eftir fund sinn með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í gær, sem hann sagðist sannfærður um að hefði gert allt sem í sínu valdi stæði til þess að hjálpa til við markmið ferðarinnar. Stefnt er að því að Sæmundur haldi áleiðis til Tókýó við sjötta mann á morgun. Gangi ferðin að óskum segist Sæmundur vonast til þess að Fischer verði kominn hingað til lands fyrir næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×