Innlent

Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað

Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir.

Þrír kostir hafa verið kynntir til sögunnar varðandi skipulag Sundarbrautar, jarðgöng, hábrú og hin svokallaða innri leið. Á fundi framkvæmdaráðs Reykjavíkur með íbúum í gærkveldi kom fram að meirihluti borgarstjórnar hefði talið hábrú besta kostinn en Vegagerðin talið innri leiðina hagkvæmasta. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykavíkur, segir borgina nauðbeygða til að láta reyna á innri leiðina. Hann segir fjárframlag ríkisstjórnarinnar af símapeningunum var með því skilyrði að hún yrði fari. Hann sagði skipulagsyfirvöld aldrei hafa viljað útiloka það en sagst vilja finna bærilega lausn beggja vegna Kleppsvíkur vegna útfærslunnar. Hann lagði einnig áherslu á það að skipulagsferlið væri rétt að hefjast.

Dagur segir formlegar ákvarðanir ekki liggja fyrir þótt þessi skilyrði sníði borginni þröngan stakk. Gagnrýni um skort á samráði kemur honum nokkuð á óvart því málið hafi verið til umfjöllunar í mörg ár og mismunandi leiðir í því efni kynntar á hverfafundum borgarstjora í amk fjögur ár. Á fundi með íbúum síðastliðinn apríl hafi komið fram að næstu skref um mótun útfærslu yrðu tekin þegar úrskurður umhverfisráðherra lægi fyrir en síðan þá hafa íbúar átt kost á að tjá sig um málið annars vegar á vinnustofu um samgönguskipualg og hins vegar á opna fundinum í gærkveldi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×