Athugasemd við orð Óttars Guðmundssonar 18. nóvember 2005 06:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun