RÚV: Lausn ekki í sjónmáli 11. mars 2005 00:01 Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira