Sport

Úrslitin í NBA í nótt

Tveir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat tóku á móti Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers sótti Dallas Mavericks heim. Timberwolves hefur valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í vetur eftir gott gengi undanfarin ár en Heat hefur hins vegar spurngið út og er efst allra liða í Austurdeildinni. Viðureign liðanna var jöfn framan af en Heat burstaði síðasta fjórðunginn, 33-16, og uppskar 17 stiga sigur, 107-90. Shaquille O´Neal var stigahæsti maður vallarins með 33 stig, 13 fráköst og 3 varin skot. Kevin Garnett fór fyrir gestunum með 22 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar. "Við vorum ekki nógu grimmir í lokin," sagði Garnett. "Þetta var jafn leikur en Heat tók völdin í fjórða fjórðung og við svöruðum því ekki nógu vel." Timberwolves þreyttu hina frægu "hack-a-Shaq" aðferð undir lokin sem byggist á að brjóta á O´Neal og senda hann á línuna. Öllum að óvörum nýtti kappinn 5 skot af 6 á 38 sekúndna kafla. "Ég var með rytmann í lagi á línunni og ég verð bara að halda því áfram þegar andstæðingarnir reyna þetta," sagði O´Neal. Annars voru úrslitin í nótt sem hér segir: Dallas Mavericks 95 Los Angeles Lakers 100 Stigahæstir hjá Mavericks: Dirk Nowitzki 25 (11 fráköst), Josh Howard 18 (10 fráköst), Michael Finley 12. Stigahæstir hjá Lakers: Kobe Bryant 36 (9 fráköst, 2 varin skot), Lamar Odom 15 (14 fráköst, 7 stoðsendingar), Chucky Atkins 13. Miami Heat 107 Minnesota Timberwolves 90 Stigahæstir hjá Heat: Shaquille O´Neal 33 (13 fráköst, 3 varin skot), Dwyane Wade 20 (7 fráköst), Eddie Jones 15 (6 fráköst). Stigahæstir hjá Timberwolves: Kevin Garnett 22 (19 fráköst, 5 stoðsendingar), Troy Hudson 20 (5 stoðsendingar), Trenton Hassell 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×