Lífið

Systkini opna nýja verslun

Eigendur verslunarinnar LOCAL eru systkinin Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir og Gunnar Þór Sveinsson en saman eru þau menntuð í myndlist, arkitektúr og hönnun og hafa gengið með hugmyndina að versluninni í maganum í nokkur ár. "Okkur langaði til að opna verslun sem selur vandaða hönnun eftir unga og spennandi hönnuði, og með vörur sem standa út úr," segir Tóka, en í LOCAL er meðal annars hönnun eftir finnska og jafnvel tyrkneska hönnuði. "Þeir hafa verið að sækja í sig veðrið og margt spennandi að gerast," segir Tóka. Mikið af vörunum sem hægt er að finna í versluninni hefur prýtt síður hönnunartímarita og hlotið lof erlendis. En til stendur að hampa innlendri hönnun og ætla systkinin með tíð og tíma að selja sína eigin hönnun og annarra. "Við viljum endilega selja íslenska hönnun og getum líka hugsað okkur að vera í samstarfi við Listaháskólann og fleiri. Auk þess ætlum við að bjóða listamönnum að sýna verkin sín hérna hjá okkur," segir Tóka. "Mestu máli skiptir að vera með púlsinn á því sem er að gerast í nýrri hönnun," segir Tóka að lokum.
Mild-sófi eftir tyrkneska hönnuðinn Derin Sariyer. Verð 371.000 kr. Púðinn er eftir finnska hönnuðinn Anne Kyrrö Quinn. Verð 18.900 kr.Mynd/GVA
Black + Blum ljós sem kallast Cloud Nine. Verð 16.900 kr.Mynd/GVA
Wide-stóll eftir Azys Sariyer. Verð 264.900 kr.Mynd/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×