Erlent

Rasmussen óvænt til Íraks

Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar hitti hann írakska ráðamenn og nokkra þeirra dönsku hermanna sem eru að störfum í landinu. Fimm hundruð og einn danskur hermaður er í Írak, en einn Dani hefur týnt lífi í stríðinu þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×