Fischer: Tillaga lögð fram 17. mars 2005 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira