Innlent

Óeðlileg samkeppni?

Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Einnig er vilji fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni endanlegan kostnað og fari yfir það hvort endurbæturnar verði hagstæðari þegar upp er staðið en hefði verið á Íslandi. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um stöðu íslensks skipasmíðaiðnaðar á Alþingi í gær. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir umræðunni. Til andsvara var Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Valgerður fór yfir þróunina í skipasmíðaiðnaði síðustu árin og sagði að framkvæmdastjórn ESB hefði samþykkt nýjar reglur 2003 þar sem heimilt var að greiða niður allt að 20 prósent af þróunarkostnaði við nýsmíði. Þetta gæti gert íslenskum skipasmíðastöðvum erfiðara fyrir. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi að nýtt styrkjakerfi ESB gæti nýst í óeðlilegri samkeppni við Slippstöðina á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×