Vatnselgur á Höfn í Hornafirði 15. október 2005 00:01 Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Í húsi við Höfðaveg stóðu húseigendur í vatnsdælingu úr eldhúsi og þvottahúsi í alla nótt og höfðu vart undan og við Víkurbraut er sem hafsjór yfir að líta og þar er hætta á að símatengikassi fari í kaf en reynt verður að dæla vatni þar frá. Haft er Helga Má Pálssyni bæjarverkfræðingi að allar tiltækar dælur séu komnar í notkun og reynt verði eftir því sem hægt er að aðstoða með dælingu. Helgi vill biðja húseigendur að hafa sérstakan vara á um og eftir háflóð sem verður núna klukkan hálffjögur þar sem hætta er á að flæði inn og færa verðmæti á örugga staði. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Útlit er fyrir að það dragi úr rigningunni síðar í dag en spáð er mikilli rigningu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Í húsi við Höfðaveg stóðu húseigendur í vatnsdælingu úr eldhúsi og þvottahúsi í alla nótt og höfðu vart undan og við Víkurbraut er sem hafsjór yfir að líta og þar er hætta á að símatengikassi fari í kaf en reynt verður að dæla vatni þar frá. Haft er Helga Má Pálssyni bæjarverkfræðingi að allar tiltækar dælur séu komnar í notkun og reynt verði eftir því sem hægt er að aðstoða með dælingu. Helgi vill biðja húseigendur að hafa sérstakan vara á um og eftir háflóð sem verður núna klukkan hálffjögur þar sem hætta er á að flæði inn og færa verðmæti á örugga staði. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Útlit er fyrir að það dragi úr rigningunni síðar í dag en spáð er mikilli rigningu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira