Kveikt í íbúðarhúsi á Egilsstöðum
Lögregla telur víst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði við íbúðarhús við Bláskóga á Egilsstöðum í gær. Mildi þykir að eldsins varð vart áður en hann læsti sig í húsið sjálft. Skemmdir urðu lítilsháttar en eldurinn virðist hafa kviknað í tröppum við anddyri hússins en lögregla telur útilokað annað en að kveikt hafi verið í enda enginn önnur orsök líkleg. Málið er í rannsókn og hugsanlegs brennuvargs er leitað.