Áfallið sýnir styrk baklandsins 2. janúar 2005 00:01 Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira