Ísland örum skorið? 25. janúar 2005 00:01 Sæll Egill, Takk fyrir góðan þátt á sunnudaginn eins og alltaf. Mér fannst umfjöllunin um “Ísland örum skorið” kortið ansi gagnrýnislaus af þinni hálfu. Ég skoðaði kortið í morgun og sé ýmislegt gagnrýnivert. Það er t.d. skemmtilegt að eitt stærsta miðlunarlón Íslands, Þingvallavatn, er ekki merkt inn en það þjónar sennilega ekki tilganginum þar sem erfitt er að telja Íslendingum trú um að það svæði sé í rúst eftir virkjunarframkvæmdir. Sama gildir um farveg Sogsins sem er heldur ekki merktur. Svo kemur þessi trú þessa hóps á jarðvarmavirkjanir mér alltaf jafn mikið á óvart. Þær eru alls ekki jafn umhverfisvænar og þau virðast halda. T.d. er affallsvatn Nesjavallavirkjunar farið að hita upp grunnvatn í kringum Þingvallavatn. Þá er djásn Reykvíkinga Nesjavallavirkjun ekki merkt inn á kortið enda hefur virkjunin mjög jákvæða ímynd sem ekki hentar að gagnrýna á svona korti. Stærð svörtu svæðanna er einnig mjög skrítin, þ.e. 5 km belti umhverfis árnar – raunverulegt áhrifasvæði er yfirleitt miklu minna og þessi skilgreining á víðerni er gríðarlega teygjanleg og það sést best þegar maður fer á svæðið. Þegar horft er fram í tímann þá er náttúran sjálf oft miklu stórtækari en við mennirnir. Því er t.d. spáð að eftir um 200-300 ár verði nánast allir jöklar á Íslandi horfnir sem hefur náttúrulega miklu stórkostlegri áhrif á hálendið heldur en það sem rakið er á þessu kort þó að sjálfsögðu sé það ekki ástæða til að ganga illa um landið. Hins vegar ber að fagna umræðunni því það er mikilvægt að sátt náist um þessi mál í þjóðfélaginu. Bestu kveðjur, Sigurður Magnús Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Takk fyrir góðan þátt á sunnudaginn eins og alltaf. Mér fannst umfjöllunin um “Ísland örum skorið” kortið ansi gagnrýnislaus af þinni hálfu. Ég skoðaði kortið í morgun og sé ýmislegt gagnrýnivert. Það er t.d. skemmtilegt að eitt stærsta miðlunarlón Íslands, Þingvallavatn, er ekki merkt inn en það þjónar sennilega ekki tilganginum þar sem erfitt er að telja Íslendingum trú um að það svæði sé í rúst eftir virkjunarframkvæmdir. Sama gildir um farveg Sogsins sem er heldur ekki merktur. Svo kemur þessi trú þessa hóps á jarðvarmavirkjanir mér alltaf jafn mikið á óvart. Þær eru alls ekki jafn umhverfisvænar og þau virðast halda. T.d. er affallsvatn Nesjavallavirkjunar farið að hita upp grunnvatn í kringum Þingvallavatn. Þá er djásn Reykvíkinga Nesjavallavirkjun ekki merkt inn á kortið enda hefur virkjunin mjög jákvæða ímynd sem ekki hentar að gagnrýna á svona korti. Stærð svörtu svæðanna er einnig mjög skrítin, þ.e. 5 km belti umhverfis árnar – raunverulegt áhrifasvæði er yfirleitt miklu minna og þessi skilgreining á víðerni er gríðarlega teygjanleg og það sést best þegar maður fer á svæðið. Þegar horft er fram í tímann þá er náttúran sjálf oft miklu stórtækari en við mennirnir. Því er t.d. spáð að eftir um 200-300 ár verði nánast allir jöklar á Íslandi horfnir sem hefur náttúrulega miklu stórkostlegri áhrif á hálendið heldur en það sem rakið er á þessu kort þó að sjálfsögðu sé það ekki ástæða til að ganga illa um landið. Hins vegar ber að fagna umræðunni því það er mikilvægt að sátt náist um þessi mál í þjóðfélaginu. Bestu kveðjur, Sigurður Magnús
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar