Viðskipti innlent

Vísitalan aldrei hærri í janúar

Væntingavísitala Gallup hækkaði verulega í janúar eða um tæp 18 stig eftir að hafa lækkað lítillega mánuðina á að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Vísitalan stendur nú í 128,9 stigum og hefur ekki áður mælst svo há í janúarmánuði. Bankinn segir mat neytenda á núverandi ástandi batnaði verulega sem og væntingar þeirra til ástandsins eftir hálft ár. Tiltrú neytenda jókst almennt óháð menntun, tekjum, búsetu og kyni og í nær öllum aldurshópum. Mikil bjartsýni einkennir hagkerfið um þessar mundir og segir Íslandsbanki erfitt að benda á tiltekna skýringu fyrir hækkun vísitölunnar í janúar. Gengi krónunnar er hátt, kaupmáttur vaxandi og hagvöxtur góður. Atvinnuleysi er minnkandi og aldrei hefur verið auðveldara að fá lán til húsnæðiskaupa. Hugsanlegt er að auðsáhrif vegna hækkandi fasteignaverðs séu til staðar um þessar mundir og auki því bjartsýni neytenda og einkaneyslu. Skýr hættumerki eru hins vegar til staðar þrátt fyrir bjartsýni neytenda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×