Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:07 Skúli Mogensen fagnar Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði árið 2015. Vilhelm Gunnarsson Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. „Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins. Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins.
Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44