Kosningarnar breyta litlu 25. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira