Pólitísk endalok Ingibjargar? 25. janúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira